Í Öldutúnsskóla höfum við lagt upp með rólegheit á aðventunni.  Nemendur og starfsfólk hafa brotið upp daginn með útiveru og samveru.  Margir árgangar hafa heimsótt kirkjurnar okkar, farið í göngutúr um Hellisgerði og Jólaþorpið, eða fundið sér huggulegan stað í nágrenni skólans og fengið sér kakó og piparkökur, vinabekkir hafa hittst og málað piparkökur og kennslustofurnar skreyttar.