Foreldrafélag

Foreldrar

Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Allir forsjáraðilar nemenda í skólanum teljast félagar í foreldrafélaginu.

Stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla

Stjórn foreldrafélagsins er skipuð einum fulltrúa úr hverjum árgangi, alls tíu manns. Stjórnin er kosin á aðalfundi félagsins sem er haldin byrjun skólaársins.

Skólaráð

Tveir fulltrúar foreldra eru kosnir í skólaráð. Æskilegt er að annar þeirra sé einnig í stjórn foreldrafélagsins. Stjórn foreldrafélagsins í samráði við skólastjóra auglýsir eftir tilnefningum úr hópi foreldra í skólaráð.

Stjórn 2023–2024

Bekkur Nafn Hlutverk
1. bekkur Stella Björk Kristinsdóttir -
2. bekkur Valgerður Þórunn Bjarnadóttir -
3. bekkur Svava Björnsdóttir Formaður
4. bekkur Fróði Kristinsson -
5. bekkur Pétur Markan -
6. bekkur Ragnar Guðmundsson -
7. bekkur Ásdís Guðmundsdóttir -
8. bekkur Sigríður Ólafsdóttir -
9. bekkur - -
10. bekkur Hulda Ósk Baldvinsdóttir -

Lög

 • 1. grein

  Félagið heitir: Foreldrafélag Öldutúnsskóla.

 • 2. grein

  Félagar eru allir foreldrar barna í Öldutúnsskóla, Hafnarfirði.

 • 3. grein

  Tilgangur félagsins er að auka tengsl foreldra við skólann og stuðla að aukinni velferð nemenda í skólanum.

 • 4. grein

  Stjórn félagsins skal skipuð 11 foreldrum, einum fyrir hvern árgang nemenda og einum fyrir sérdeild skólans. Stjórnin skiptir með sér verkum og setur sér starfsreglur. Fulltrúa úr kennararáði Öldutúnsskóla er heimilt að sitja sem áheyrnarfulltrúi á fundum stjórnar foreldrafélagsins.

 • 5. grein

  Fulltrúi hvers árgangs í stjórn er ábyrgur fyrir að bekkjarfulltrúar séu skipaðir fyrir hvern bekk í árgangnum.

 • 6. grein

  Bekkjarfulltrúar sjá um starf í þágu síns bekkjar. Vilji þeir koma á framfæri einhverjum málum er varða skólann í heild eða hluta hans skal þeim komið á framfæri við stjórn foreldrafélagsins, sem annast öll slík mál.

 • 7. grein

  Fundi í stjórn skal halda minnst fjóra á vetri, þar af tvo fyrir jól.

 • 8. grein

  Kosningar til stjórnar skulu fara fram á aðalfundi og skal til hans boðað með minnst 7 daga fyrirvara. Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en 10. október ár hvert. Á aðalfundi skal kjósa varaformann úr röðum stjórnarmanna. Varaformaður situr í 1 ár. Að því loknu tekur hann við formennsku í félaginu og sinnir henni í 1 ár.

 • 9. grein

  Lög þessi öðlast þegar gildi. Tillögur um lagabreytingar skulu tilkynntar í aðalfundarboði og lagðar fram skriflega á aðalfundi. Einfaldur meirihluti atkvæða fundarmanna nægir til samþykktar á lagabreytingum