Foreldrasamstarf

Foreldrar

Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á traust samstarf milli foreldra og skólans. Stefnt er að því að foreldrar og forsjáraðilar séu virkir þátttakendur í námi barna og vel upplýstir um starfsemi skólans.

Skólinn reynir að tryggja gott upplýsingaflæði og skilvirkar boðleiðir til foreldra þannig að þeir viti til hvaða aðila innan skólans eigi að snúa sér hverju sinni.

Samstarf foreldra og skóla

  • Regluleg foreldraviðtöl og kynningarfundir.
  • Kennarar og aðrir starfsmenn eru með viðtalstíma fyrir foreldra.
  • Reglulegir fundir skólastjórnar og foreldraráðs.
  • Í skólanum er starfandi virkt foreldrafélag og skólaráð og vænst er virkrar þátttöku foreldra í skólastarfinu.
  • Foreldrar eiga kost á að koma inn í skólann og fylgjast með almennri starfsemi og bekkjarkennslu í samráði við kennara.
  • Allar mikilvægar upplýsingar eru aðgengilegar á vefsíðu skólans og auðvelt er að finna þær.
  • Reglubundnar viðhorfskannanir meðal foreldra um skólastarfið og upplýsingar um niðurstöðu þeirra.