Skólareglur

Skólinn

Almennar skólareglur

  • Verum stundvís.
  • Komum með öll nauðsynleg gögn og áhöld í skólann.
  • Verum kurteis og sýnum ábyrgð og tillitssemi.
  • Við leggjum ekki aðra í einelti.
  • Göngum vel um skólann og umhverfi hans.
  • Hlítum verkstjórn starfsfólks.
  • Göngum hljóðlega um og spillum ekki vinnufriðnum.
  • Förum vel með eigur okkar og annarra.
  • Förum ekki út fyrir skólalóðina á skólatíma nema með sérstöku leyfi.
  • Við notum ekki tóbak né önnur vímuefni.

Reglur um símanotkun

  • Nemendur mega ekki nota síma á skólatíma. Það gildir í kennslustundum, frímínútum, hádegi, vettvangsferðum, skólaferðalögum, á leið í og úr íþróttum og fyrir fyrsta tíma að morgni.
  • Ef nemandi kemur með síma í skólann á að vera slökkt á honum og hann ofan í tösku eða í læstum skáp nemenda (í unglingadeild).
  • Ef nemandi kemur með síma í skólann er það á ábyrgð foreldra.
  • Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við nemendur eiga þeir að hafa samband við skrifstofu.

Reglur um hjól, hlaupahjól og bifhjól

Reiðhjól og hlaupahjól

  • Nemendur mega mæta á hjóli eða hlaupahjóli í skólann.
  • Nemendur eiga að vera með hjálm.
  • Hlaupahjól má ekki geyma inni í skólanum.
  • Skólinn ber ekki ábyrgð á hlaupahjólum nemenda.
  • Notkun reiðhjóla og hlaupahjóla er bönnuð á skólatíma, líka í frímínútum.
  • Nemendur í 5. til 10. bekk mega nota hlaupahjól í frímínútum á einum malbikuðum velli við skólann.
  • Nemendur í 5. til 10. bekk mega fara á hlaupahjóli í íþróttahúsið við Strandgötu og í sund í Suðurbæjarlaug.
  • Ekki er tryggt að það séu hjólagrindur fyrir öll hjól til að læsa hjólinu við.

Bifhjól

  • Nemendur, 13 ára og eldri, mega koma í skólann á léttu bifhjóli í flokki 1 (geta náð allt að 25 km/klst).
  • Nemendur, 15 ára eða eldri, sem hafa ökuréttindi á létt bifhjól í flokki 2 (vélknúnar skellinöðrur sem geta náð allt að 45 km/klst.) mega koma á þeim í skólann.
  • Notkun hjólanna er bönnuð á skólalóð.
  • Skólinn ber ekki ábyrgð á bifhjólum nemenda.