Námsráðgjafi vinnur með einstaklingum eða hópum af nemendum, foreldrum og kennurum. Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og hjálpa við allt sem varðar nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Námsráðgjafi er trúnaðarmaður nemenda, gætir hagsmuna þeirra og leitar lausna í málum þeirra. Hægt er að hringja á skrifstofu skólans og panta viðtalstíma eða senda á [email protected]. Nemendum er einnig velkomið að koma við hvenær sem er á skrifstofu og athuga hvort námsráðgjafi sé laus. Helstu verkefni námsráðgjafa Persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í náminu. Að veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um náms- og starfsval. Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi. Móttaka nýrra nemenda. Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf. Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á og hefur samráð við aðra sérfræðinga innan og utan skólans og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskildum ákvæðum í lögum um barnavernd.