Skólinn

Í Öldutúnsskóla eru 2 til 3 bekkjardeildir í hverjum árgangi. Í upphafi skólaársins 2023–24 voru um 630 nemendur í skólanum.

Skólahverfi Öldutúnsskóla markast af Reykjanesbraut, Lækjargötu og Ásbraut. Börn hafa forgang í þann hverfisskóla þar sem þau eiga lögheimili en hægt er að sækja um skólavist í öðrum skólum. Sjá nánar um innritun í grunnskóla.

Leiðarljós og stefna Öldutúnsskóla

Leiðarljós skólans eru virðing, vellíðan og virkni.

Stefna skólans

  • Að leggja áherslu á jákvætt námsumhverfi þar sem nemendur fá tækifæri til að efla sig, styrkja sjálfsmynd sína og taka sífellt meiri ábyrgð á sjálfum sér og námi sínu, eftir því sem aldur og þroski þeirra gefur tilefni til.
  • Skólastarfið mótist af nútímalegum vinnubrögðum og sé gefandi og skapandi. Stundaðir séu fjölbreyttir kennsluhættir sem koma til móts við þarfir nemenda með áherslu á styrkleika þeirra.
  • Að veita nemendum þekkingu til undirstöðu fyrir frekara nám og starf. Að efla þá í sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu sem mótist af virðingu og víðsýni gagnvart samferðafólki.
  • Að stunda gagnkvæmt samstarf og upplýsingamiðlun milli heimilis og skóla sem styrki báða aðila í að búa börnunum góð námsskilyrði.

Stefnur