Kórar skólans tóku þátt í Barnakóramóti Hafnarfjarðar laugardaginn 22. mars. Mótið var tvískipt í eldri og yngri börn.
Kórar skólans tóku þátt í Barnakóramóti Hafnarfjarðar laugardaginn 22. mars. Mótið var tvískipt í eldri og yngri börn.
Þátttakendur á yngra mótinu voru:
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Barnakór Víðistaðakirkju, Kór Setbergsskóla og Litli kór Öldutúnsskóla.
Þátttakendur á eldra mótinu voru:
Barnakór Víðistaðakirkju, Kór Öldutúnsskóla, Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og góðir gestir úr Kópavogi og Reykjavík: Barnakórinn við Tjörnina, Kór Hörðuvallarskóla og Skólakór Kársness.
Voru rúmlega 100 börn á hvoru móti fyrir sig og troðfull kirkja af áheyrnendum í bæði skiptin. Tónleikarnir tókust vel og vöktu mikla lukku. Það er ekkert betra en að hlusta á vel þjálfuð ungmenni syngja undurfallega saman.
Hafnarfjarðarbær á þakkir skildar fyrir að halda utan um þetta mót ár eftir ár, því það er mikilvægt að hlúa að kórsöng þar sem hann fer minnkandi frá ári til árs. Best vær ef það væru kórar í öllum grunnskólum.
Áfram kórsöngur!