Breyting í stjórnendahópi skólans

Eins og komið hefur fram hætti Valdimar sem skólastjóri um áramótin og tók við embætti bæjarstjóra og óskum við honum velfarnaðar í því starfi og erum honum afar þakklát fyrir samstarfið í gegnum árin.
Öldutúnsskóli
Eins og komið hefur fram hætti Valdimar sem skólastjóri um áramótin og tók við embætti bæjarstjóra og óskum við honum velfarnaðar í því starfi og erum honum afar þakklát fyrir samstarfið í gegnum árin.
Við starfi skólastjóra tekur Margrét Sverrisdóttir sem hefur starfað við skólann um árabil og frá árinu 2011 sem aðstoðarskólastjóri, auk þess sem hún leysti af sem skólastjóri einn vetur.
Við stöðu aðstoðarskólastjóra tekur Áslaug Hreiðarsdóttir. Hún starfaði áður sem deildarstjóri í Setbergsskóla.
Þær Margrét og Áslaug eru þakklátar fyrir að vera hluti af öflugu samfélagi sem Öldutúnsskóli er hlakka til samstarfsins við nemendur, foreldra og starfsfólk.