Við í Öldutúnsskóla erum afar stolt af nemanda okkar, Anitu Mjöll Magnúsdóttur í 9. bekk, sem hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi textasmíð í textasamkeppni grunnskólanema á vegum MS – Mjólkursamsölunnar skólaárið 2025–2026.
Keppnin, sem ber heitið Fernuflug, hvetur nemendur til að skapa frumleg og áhrifarík textaverk, og Anita sýndi einstaka hæfileika og sköpunargleði í sínu verki.
Við óskum Anítu innilega til hamingju með árangurinn og erum stolt af því að eiga svona hæfileikaríkan nemanda í okkar skóla.