Í dag eru 3 vikur síðan nemendur byrjuðu að mæta aftur í Selið en það eru 163 krakkar sem verða hjá okkur í haust.

Í dag eru 3 vikur síðan nemendur byrjuðu að mæta aftur í Selið en það eru 163 krakkar sem verða hjá okkur í haust.

Hingað til hafa börnin gjarnan valið frjálsa leiki í frístundinni svo sem fótbolta, föndur útiveru o.fl.

Tveir klúbbar eru farnir af stað hjá okkur (dans og pokémon) og  fleiri væntanlegir ásamt Smiðjum. Þar að auki er á áætlun að bæta við reglulegri fræðslu um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í afþreyingu barnanna. Eftir fræðslu verða skemmtileg verkefni unnin með börnunum.

Mikið af breytingum eru að eiga sér stað og starfsmenn frístundar vinna hörðum höndum að innleiða leiki og afþreyingu sem veita börnunum tækifæri til að efla sjálfstraust sitt og félagsfærni. Þessir leikir munu reyna á samskipti barnanna, lýðræðisleg vinnubrögð og gagnkvæma virðingu.