Hópefli með Bjarna Fritzsyni

Á þriðjudaginn kom Bjarni Fritzson í heimsókn í 5.bekk. 

Á þriðjudaginn kom Bjarni Fritzson í heimsókn í 5.bekk. Hann byrjaði á morgunheimsókn í bekkina þar sem hann ræddi menningu og stemmingu og lét nemendur svara könnun um árganginn. Seinni partinn kom hann svo aftur og hitti nemendur og foreldra. Þá fór hann yfir könnunina og lét svo nemendur og foreldra leika sér saman. Skemmtilegt hópefli sem er fyrir allan aldur.