Kökufundur nemendarýnihóps

Við í Öldutúnsskóla erum með nemendarýnihópa sem hittast tvisvar á haustönn og tvisvar á vorönn. Tveir fulltrúar úr hverjum bekk á öllum stigum sitja í nemendarýnihóp.

Við í Öldutúnsskóla erum með nemendarýnihópa sem hittast tvisvar á haustönn og tvisvar á vorönn. Tveir fulltrúar úr hverjum bekk á öllum stigum sitja í nemendarýnihóp. Á fundunum ræða nemendur um mál sem ýmis mál er varðar skólastarfið, SMT og Olweus og annað sem þeim liggur á hjarta og vilja koma á framfæri til starfsfólks. Í lok skólaársins er síðan haldinn lokafundur fyrir hvert stig þar sem fulltrúum í nemendarýnihóp er boðið upp á köku og djús og á skólaslitunum fá fulltrúarnir viðurkenningu fyrir setu sína í nemendarýnihópnum.