Kveðja frá skólastjóra

Þá er komið að kveðjustund. Eins og ykkur er kunnugt um þá hef ég sagt starfi mínu lausu frá og með 1. janúar næstkomandi. Hverf til annarra starfa innan bæjarfélagsins.

Þá er komið að kveðjustund. Eins og ykkur er kunnugt um þá hef ég sagt starfi mínu lausu frá og með 1. janúar næstkomandi. Hverf til annarra starfa innan bæjarfélagsins.

Ég fer úr Öldutúnsskóla reynslunni ríkari. Hér hef ég kynnst dásamlegum nemendum, frábæru samstarfsfólki og öflugum og traustum foreldrum. Ég hóf störf í Öldutúnsskóla 1.ágúst 2008. Byrjaði sem aðstoðarskólastjóri en tók við starfi skólastjóra vorið 2013. Þetta eru því orðin rúm 16 ár, 16 ár sem hafa hreinlega flogið áfram. Þannig týnist tíminn og allt það. Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti.

Ég þakka ykkur öllum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans, fyrir frábært samstarf í gegnum árin. Þreytist ekki á að segja það en það hafa verið forréttindi að starfa í Öldutúnsskóla.

Ég sendi ykkur mína bestu óskir um gleðileg jól. Megi nýtt ár færi ykkur gleði og farsæld.