Nám og kennsla

Félagsmiðstöðin Aldan

Félagsmiðstöðin Aldan vinnur samkvæmt barna- og unglingalýðræði. Notast er við leiðir unglingalýðræðis eins vel og kostur er með því að virkja börn og unglinga til sjálfstæðrar, gagnrýnar og skapandi hugsunar og virkni þannig að raddir þeirra heyrist.

Aldan gefur börnum og ungmennum tækifæri og vettvang til að framkvæma hugmyndir sínar og tryggja þannig að styrkleikar og hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín. Starfsfólk Öldunnar mætir ungu fólki á þeirra forsendum og sýnir þeim virðingu og trúnað í samskiptum. Það stendur fyrir fjölbreyttu hópastarfi sem tekur mið af áhuga og þörfum hvers og eins, ásamt markvissri fræðslu og forvörnum.

Opnunartímar

Bekkur Opnun
5. bekkur Föstudaga 17:00–18:45
6. bekkur Mánudaga 17:00–18:45
7. bekkur Miðvikudaga 17:00–18:45
8.–10. bekkur Mán/mið/fös 19:30–22:00

Aldan á samfélagsmiðlum

Hópastarf fyrir ungmenni með fötlun í 5. – 7. bekk

Hópastarfið er fyrir ungmenni með fötlun sem þurfa á auknum félagslegum stuðning að halda og vilja komast í hóp þar sem þau fá tækifæri til að kynnast jafningjum sínum. Markmið hópastarfsins er að veita ungmennum stuðning til þess að efla félagsfærni sína og mynda tengsl, æfa samskipti og byggja upp traust í öruggu umhverfi.

Lögð verður áhersla á að ungmennin fái að hafa áhrif á dagskrá starfsins, koma sínum skoðunum á framfæri og undirbúa starfsemi hópastastarfsins.

Hvernig sæki ég um

Það þarf að sækja um hópastarfið og eftir að umsókn er send inn verður haft samband við forráðamann. Samtal við forráðamann og fulltrúa frá fjölskyldu og barnamálsviði ásamt starfsmanni Mosa tryggir að undirbúningur verði sem bestur og þáttakan verði sem ánægjulegust.

Hvenær og hvar

Hópastarfið fer fram annan hvorn fimmtudag frá kl. 17:30 – 19:30 í Öldunni, félagsmiðstöðinni í Öldutúnsskóla.

Umsjón

Kristján Hans Óskarsson, deildarstjóri tómstundarmiðstöðvarinnar, sér um starfið ásamt starfsmönnum Öldunnar. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á Kristján.

 

 

Sækja um hópastarf