Námssamtalsdagur

Námssamtalsdagur verður þriðjudaginn 18. febrúar. Fyrirkomulag námssamtala er með þeim hætti að nemendur mæta með foreldrum í samtal til umsjónarkennara.

Námssamtalsdagur verður þriðjudaginn 18. febrúar. Fyrirkomulag námssamtala er með þeim hætti að nemendur mæta með foreldrum í samtal til umsjónarkennara.

Aðrir starfsmenn verða einnig til samtals þennan dag. Ef foreldrar óska eftir því að heyra í list- og verkgreinakennara, íþróttakennara, stjórnendum, faggreinakennara eða námsráðgjafa þá senda tölvupóst á viðkomandi starfsmann.

Frístundaheimilið Selið er opið þennan dag fyrir þá nemendur sem eru skráðir.