Krakkarnir í 3. bekk fóru í jólaratleik í skóginum við Ástjörn. Það er leikskólinn Stekkjarás sem útbjó leikinn og býður öllum að nýta leikinn með sér. Fregnir herma að jólasveinarnir 13, Grýla og jólakötturinn, hafa komið sér fyrir á ýmsum stöðum í skóginum okkar. Hægt er að leita að þeim hvort sem er meðan bjart er eða fara með vasaljós í rökkri því þeir eru með endurskinsmerki. Það þarf aðeins að leita, kíkja undir, horfa upp í tré og svo framvegis.