Í 4. bekk eru förustafir hluti af bekknum og hafa þeir notið mikilla vinsælda í skólanum og hafa farið á flakk til þess að kynnast nemendum úr fleiri árgöngum. Það sem hefur verið vakið mestan áhuga nemenda hingað til er þegar þeir fara í hamskipti þ.e. skipta um húð. Það er auðvitað virkilega merkilegt.

Það var hins vegar síðasta laugardag 22.03.25 sem að það fjölgaði í búrinu og fæddist lítill rosalega krúttlegur förustafur. Þetta kom öllum skemmtilega á óvart og mikil gleði í bekknum með nýja meðliminn. Förustafir geta fjölgað sér með mökun en einnig geta kvendýr fjölgað sér án karldýrs. Við vitum ekki hvort það sé par í búrinu en það er þó líklegt að þau séu öll kvendýr þar sem mökun getur tekið frá þrem klukkustundum upp í 136 klukkustundir og nokkuð víst að við hefðum tekið eftir því ef það hefði átt sér stað. Ekki nema að þeir hafi gert það í skjóli nætur 😊. Við þurftum auðvitað finna nafn á þann nýja. Það var ekki mjög erfitt því sama dag og hann kom í heiminn átti hann Siggi okkar, umsjónarmaður fasteigna, afmæli og fékk því nýi meðlimurinn nafni „Siggi litli húskarl“. Siggi sjálfur var að sjálfsögðu viðstaddur þegar gaurinn fékk formlega nafnið sitt og gladdist með okkur. Við getum víst átt von á fleirum víst að einn er mættur því kvendýrið verpir eggjum í moldina eða festir þau við greinar. Svo það er alltaf fyrsta verk á morgnanna núna að athuga hvort fleiri séu mættir. Þetta er ótrúlega skemmtilegt uppbrot í kennsluna og allir hafa gagn og gaman af.