Á aðventunni fengu krakkarnir í unglingadeild nokkra höfunda í heimsókn til sín.

Þær Bergrún Írís og Elísabet Thoroddsen komu til okkar í 9. og 10. bekk með fyrirlesturinn sem ber heitið ,,BRENNUM ÞESSAR BÆKUR“
Í þessari bráðskemmtilegu dagskrá fóru höfundarnir um víðan völl. Þær nefndu mest bönnuðu bækur heims, hvaða bækur hafa verið brenndar á báli og hvert við stefnum í pólitísku landslagi dagsins í dag. Eru bækur hættulegasta vopn nútímans, eða bara úreld orð á blaði sem flestum er sama um? Hvers vegna skrifuðu konur stundum undir karlmannsnafni? Er siðferðislega rétt að gefa út dagbók eftir að manneskja deyr? Mega höfundar sækja sér efni í bók inn á þitt persónulega TikTok og getur gervigreind jafnvel skrifað og teiknað betur en mannfólkið?
8. bekkur fékk skemmtilega heimsókn frá Ævari Erni Benediktssyni rithöfundi og leikara.  Ævar kynnti nýjustu bók sína, Skólastjórinn, og sagði frá því hvernig hugmyndir verða að spennandi sögum. Nemendur hlustuðu af áhuga, spurðu spurninga og tóku virkan þátt í umræðum. Stemningin var frábær og margir fengu innblástur til að lesa – og jafnvel skrifa sjálfir!
Virkilega gaman að fá þessa frábæru rithöfunda í heimsókn og höfðu nemendur gaman af.