Öldutúnsskóli

Skólaárið 2025 – 2026 hefst formlega með skólasetningu mánudaginn 25. ágúst. Skólasetningin verður í matsal nemenda. Nemendur í 2. – 10. bekk mæta á skólasetningu sem hér segir:

kl. 8:15 – 2. og 3. bekkur
Kl. 8:45 – 3. og 4. bekkur
Kl. 9:15 – 5.  bekkur
Kl. 9:45 – 6. og 7. bekkur
kl. 10:15 – 8. bekkur
kl. 10:45 – 9. og 10. bekkur
Foreldrar eru hvattir til að fylgja sínum börnum á skólasetningu.

Nemendur í 1. bekk mæta ekki á hefðbundna skólasetningu. Þeir mæta, ásamt foreldrum, í samtal til umsjónarkennara.

Nemendur mæta svo í skólann skv. stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst.