Kór Öldutúnsskóla Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965 og er elsti starfandi grunnskólakór landsins. Kórinn, skólinn og Hafnarfjarðarbær eru bundnir órjúfanlegum böndum í sögulegum skilningi. Þúsundir hafnfirskra barna hafa notið leiðsagnar í söng og tónlistarflutningi undir stjórn Egils Friðleifssonar og síðar Brynhildar Auðbjargardóttur. Kórinn hefur ferðast um allan heim, tekið þátt í kórakeppnum, kóramótum sungið á fjölda tónleika. Með fjölbreyttri flóru tónlistarmanna og hljómsveita meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sungið inn á fjölda hljómplatna. Kórastarfið er í boði fyrir alla 3. – 10. Bekkinga og það er æft tvisvar í viku. Kórstjóri er Brynhildur Auðbjargardóttur. Spennandi kórastarf Kór Öldutúnsskóla tekur þátt í mörgum spennandi verkefnum í samstarfi við tónlistarmenn og reynir ávalt að taka þátt í Landsmóti íslenskra barnakóra. Aðrir kórar eru heimsóttir og farið er í æfingabúðir í tengslum við mót. Svo er haldið barnakóramót Hafnarfjarðar og haldnir jólatónleikar. Það er margt skemmtilegt á hverju ári í kórnum og hvetjum við áhugasama að taka þátt. Æfingar Littli kór 3. -4. bekkur æfir á miðvikudögum í tónmenntastofunni kl. 13:40 – 14:20. Hægt er að skrá þau í kór með því að senda Brynhildi kórstjóra tölvupóst Einnig geta þau bara mætt á fyrstu æfingu og þá Brynhildur börnin í kórinn. ATH! Ef börnin ykkar eru í Selinu eftir skóla á þessum dögum verðið þið að láta starfsfólk þar vita að börnin ykkar séu í kórnum. Margt skemmtilegt verður á dagskránni í vetur, jólatónleikar með stóra kór, Barnakóramót Hafnarfjarðar, náttfatatónleikar, gisting og fleira. Stóri kór Æfir tvisvar í viku í Ástjarnarkirkju. Miðvikudögum frá 15:15 – 17:15 og á fimmtudögum frá 15:15 – 16:45. Stóri kór er fyrir krakka í 5. -10.bekk. Miðvikudagsæfingarnar eru oftast hópaskiptar (hver söngrödd í 40 mínútur) nema í upphafi annar og stuttu fyrir tónleika. Unglingastig – val Kórstarfið er hluti af því vali sem boðið er upp á og hægt að nýta valtíma í það. Ekki er hægt, eðli málsins samkvæmt að vera í meira en einu vali samtímis. Þannig að fólk þarf að hugsa sig vel um. Ástundunarreglur Þeir nemendur sem velja að syngja í Kór Öldutúnsskóla verða að stunda æfingar vel. Ef önnur tómstund nemanda utan skóla stangast á við æfingatíma að einhverju leiti þá getur nemandi fengið leyfi eða farið fyrr aðra æfingu vikunnar, aðra hvora viku. (Ef nemandi í unglingadeild tekur kórinn sem val getur hann ekki tekið annað val í skólanum sem stangast á við æfingatíma kórsins). Ef tónleikar eða aðrar uppákomur stangast á við keppni/sýningar og fleira þvíumlíkt þarf að ræða við kórstjóra með góðum fyrirvara ef forráðamenn/nemandi kýs frekar að taka þátt í hinum viðburðinum. Kórstjóri Brynhildur Auðbjargardóttir er kórstjóri og ef einhverjar spurningar vakan í tengslum við kórastarfið ekki hika við að hafa samband við hana. Fyrstu æfingar 2024/25