Innra mat Í Öldutúnsskóla á sér stað stöðugt innra mat. Stærsta formlega könnunin sem unnin er í innra mati í skólanum er Skólapúlsinn og einnig er lögð fyrir Olweusarkönnun. Skólapúlsinn Skólapúlsinn er kerfi sem allir grunnskólar í Hafnarfirði hafa notað um nokkurra ára skeið. Rafrænar kannanir eru lagðar fyrir allar nemendur, foreldra og starfsfólk. Nemendakönnun Nemendur í 1.–5. bekk er spurðir út í ánægju af lestri, ánægju með skólann og vellíðan í skólanum. Fyrir nemendur í 6.–10. bekk er spurningalistinn ítarlegri og fleiri þættir skoðaðir. Þeir skiptast í virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu, skóla og bekkjaranda og opin svör. Starfsmannakönnun Spurt er út í flokkana: starfið, starfsfólk, vinnustaðurinn, stjórnun og opin svör. Annað hvert ár er könnunin ítarlegri og bætast við flokkarnir: kennarastarfið, starfsumhverfi kennara og símenntun kennara. Foreldrakönnun Foreldrar er spurðir út í nám og kennslu, velferð nemenda, aðstöðu og þjónustu, foreldrasamstarf, stuðning heima við og opin svör. Olweusarkönnun Olweusarkönnun er lögð fyrir einu sinni á ári í skólanum og er partur af Olweusaráætluninni. Könnunin mælir hvort einelti sé til staðar, viðbrögð og afstöðu umhverfisins til eineltis, bendir á hvar og hvers konar einelti á sér stað og gefur vísbendingar um líðan nemenda og túlkun þeirra á ýmsum þáttum. Annað innra mat Einnig eru ýmis konar aðferðir notaðar við innra mat sem ekki er lögð áhersla á að halda utan um og safna gögnum úr heldur vinnur hver og einn úr þeim jafn óðum á þann hátt sem honum þykir best. Starfsmannasamtöl. Nemendasamtöl. Foreldraviðtöl eða samtalsdagur. Nemendarýnihópur. Heimsóknir stjórnenda í kennslustundir. Sjá nánar í umbótaáætlun Öldutúnsskóla. Ytra mat Í Hafnarfirði sinnir sveitarfélagið sínum þætti í ytra mati með því að fylgja eftir að grunnskólar sinni sínum þætti í innra mati, leggur til matstækið Skólapúlsinn og vinnur sérstaklega úr þeim upplýsingum með skýrslugjöf eins og við á á hverjum tíma (Skólavogin). Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar fylgir eftir að skólarnir sinni áætlanagerð og umbótaverkefnum. Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á grunnskólum fyrir hönd mennta- og barnarmálaráðuneytis. Á hverju ári fara 10 grunnskólar á landinu í ytra mat. Þá er starfsemi skólanna metin með hliðsjón af gildandi viðmiðum samkvæmt lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Matið byggir á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Öldutúnsskóli fór í ytra mat skólaárið 2020–21. Teknir voru fyrir 3 fyrirfram ákveðnir matsþættir: stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og innra mat. Þau tækifæri til umbóta sem komu í ljós voru sett upp í umbótaáætlun sem unnið var eftir. Skýrsla um ytra mat Öldutúnsskóla Umbótaáætlun