Spennandi vetur framundan í Kór Öldutúnsskóla

Spennandi vetur framundan í Kór Öldutúnsskóla

Hann byrjar 5.september og allir krakkar í 3-10. Bekk eru velkomnir í kórinn.

Spennandi vetur framundan í Kór Öldutúnsskóla

Kór Öldutúnsskóla byrjar 5.september og allir krakkar í 3-10. Bekk eru velkomnir í kórinn.

Þúsundir hafnfirskra barna hafa tekið þátt í starfi kórsins frá upphafi og tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum. Kórinn hefur ferðast um allan heim, tekið þátt í kórakeppnum, kóramótum, sungið á fjölda tónleika með fjölbreyttri flóru listamanna og hljómsveita meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands. Spennandi og skemmtilegt ár er framundan fyrir Kór Öltudtúnsskóla.

Fyrsta æfing vetrarins

Fyrsta æfing vetrarins verður í Öldutúnsskóla fimmtudaginn 5. september

Allir mæta kl. 15:15, haldin verður kynningarfundur með spjalli og dagskrá vetrarins kynnt. Eitt nýtt og auðvelt lag verður kennt þennan dag. Kórmeðlimir síðan í fyrra fara svo fyrr heim en nýir meðælirmir  verða eftir og raddprófaðir (til að setja þau í raddir sem passa þeim).

Fyrsta æfingin í Ástjarnarkirkju verður miðvikudaginn 11. september kl. 15:15 og mæta þá allir í einn og hálfan tíma – hópefli og söngur.

Stóri kór 5. – 10. bekkur æfir tvisvar í viku, á miðviku- og fimmtudögum í Ástjarnarkirkju.

Littli kór 3. -4. bekkur æfir á miðvikudögum í tónmenntastofunni kl. 13:40 – 14:20.

Hægt er að skrá þau í kór með því að senda Brynhildi kórstjóra tölvupóst. Það má líka mæta á fyrstu æfingu og þá skráir Brynhildur börnin í kórinn.
ATH! Ef börnin ykkar eru í Selinu eftir skóla á þessum dögum verðið þið að láta starfsfólk þar vita að börnin ykkar séu í kórnum.
Margt skemmtilegt verður á dagskránni í vetur, jólatónleikar með stóra kór, Barnakóramót Hafnarfjarðar, náttfatatónleikar, gisting og fleira.
Fyrsta kóræfingin verður miðvikudaginn 11. september fyrir Littla kór í tónmenntastofunni.

Kóræfingar

Miðvikudagar (oftast æft í raddhópum) en þó stundum með öllum samtímis:

15:15 – 17: 15 ef við höfum raddæfingar. Þá æfir hver raddhópur í 40 mínútur. Hins vegar nýtum við þessa æfingadaga stundum í samæfingar, sérstaklega í upphafi og þegar nær dregur tónleikum/giggum.  Þá æfir allur hópurinn í einn og hálfan tíma.

Ekki er enn ljóst hvaða hópur/rödd æfir á hvaða tíma.

Fimmtudagar:

15:15 – 16:45 – Alltaf samæfingar (allur kórinn)

Spennandi vetur framundan

Margt spennandi verður á efnisskrá vetrarins eins og samstarf með öðrum tónlistarmönnum, Landsmót íslenskra barnakóra á Hvollsvelli í lok september (óstaðfest),  æfingabúðir í október,  jólatónleikar, Barnakóramót Hafnarfjarðar í mars og kannski lítil vorferð/heimsókn í maí (heimsækja annan kór).

Ástundunarreglur

Þeir nemendur sem velja að syngja í Kór Öldutúnsskóla verða að stunda æfingar vel.  Ef önnur tómstund nemanda utan skóla stangast á við æfingatíma að einhverju leiti þá getur nemandi fengið leyfi eða farið fyrr aðra æfingu  vikunnar, aðra hvora  viku.  (Ef nemandi í unglingadeild tekur kórinn sem val getur hann ekki tekið annað val í skólanum sem stangast á við æfingatíma kórsins).  Ef tónleikar eða aðrar uppákomur stangast á við keppni/sýningar og fleira þvíumlíkt þarf að ræða við kórstjóra með góðum fyrirvara ef forráðamenn/nemandi kýs frekar að taka þátt í hinum viðburðinum.

Unglingastig – val.

Kórstarfið er hluti af því vali sem boðið er upp á og hægt að nýta valtíma í það.  Ekki er hægt, eðli málsins samkvæmt að vera í meira en einu vali samtímis. Þannig að fólk þarf að hugsa sig vel um.

 

Ef spurningar vakna, hikið ekki við að senda mér póst á: [email protected]

Bestu kveðjur,

Brynhildur kórstjóri