Sú jólahefð hefur myndast hér í Öldutúnsskóla að í desember býður skólasafnið uppá stefnumót við jólabækurnar. Þá koma nemendur með kennara sínum á safnið og fá að skoða nýútgefnar bækur. Þetta er alltaf skemmtileg og notaleg stund. Börnin eru svo spennt að mæta í skólann á nýju ári og næla sér í nýja bók að láni.