Öldutúnsskóli er SMT skóli. Starfsfólk fylgir æskilegri hegðun nemenda eftir með markvissu hrósi, félagslegu eða í formi stjörnu. Þegar bekkurinn hefur safnað vissum fjölda stjörnustiga er haldin stjörnustund. Krakkarnir í 1. bekk héldu sína fyrstu stjörnustund á nýju ári um daginn og þau völdu að halda kósý- og bangsastjörnustund.