Öldutúnsskóli er SMT skóli. SMT-skólafærni þjálfar félagsfærni og æskilegri hegðun er veitt aukin athygli með markvissu hrósi og umbunum. Skýr fyrirmæli eru höfð að leiðarljósi og rækt lögð við góð samskipti.

Starfsfólk fylgir æskilegri hegðun nemenda eftir með markvissu hrósi, félagslegu eða í formi stjörnu. Þegar bekkurinn hefur safnað vissum fjölda stjörnustiga er haldin stjörnustund. Um daginn höfðu nemendur 3. bekk safnað nógu mörgum stjörnum til að halda sína fyrstu stjörnustund og þau völdu að hafa dótadag.