Nemendur í 7. bekk tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni en keppnin var sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn. Allir nemendur í árgangnum æfðu upplestur í skóla og heima fyrir en í bekkjarkeppninni voru 9 nemendur valdir til þess að taka þátt í skólakeppninni. Nemendur í 7.bekk tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni en keppnin var sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn. Allir nemendur í árgangnum æfðu upplestur í skóla og heima fyrir en í bekkjarkeppninni voru 9 nemendur valdir til þess að taka þátt í skólakeppninni. Þann 11.mars fór skólakeppnin fram á sal skólans. 6. og 7. bekkur voru áhorfendur ásamt foreldrum lesara og kynna. Nemendur stóðu sig gríðarlega vel og ljóst að þau höfðu æft sig vel. Nemendur lásu svipmyndir úr bókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Einnig völdu allir nemendur sér ljóð sem þau lásu líka. Dómarar voru Erna Friðriksdóttir fyrrverandi deildarstjóri unglingadeildar, Hjalti Freyr Magnússon íslenskukennari við skólann og Skúli Pálsson kennari við skólann og ljóðsskáld. Sigurvegarar taka þátt í lokakeppninni þann 19. mars í Víðistaðakirkju. Sigurvegarar í Öldutúnsskóla voru þau Stormur Björnsson og Klara Lýðsdóttir ásamt Agnesi Árnadóttur sem er varamaður. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir frábæran lestur. Deila Tísta