Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var haldin þriðjudaginn 18. mars, þar sem 18 nemendur frá níu skólum tóku þátt. Keppnin var í þremur hlutum en í fyrsta hluta lásu nemendurnir kafla úr bókinni Draumur eftir Hjalta Halldórsson. Í öðrum hluta lásu þau ljóð eftir ýmsa höfunda og í þriðja hluta lásu þau ljóð að eigin vali.
Fjögurra manna dómnefnd dæmdi og tóku tillit til fjölmargra þátta, m.a. framkomu, upplestur, túlkun, tengsl við hlustendur og fl.
Fulltrúar Öldutúnsskóla í keppninni voru þau Hilmir Sveinsson og Valdís Silja Daðadóttir, varamaður var Andri Marinó Kjartansson.
Okkar kona, Valdís Silja Daðadóttir hlaut 2. sætið og óskum við henni hjartanlega til hamingju.