Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var haldin þriðjudaginn 18. mars, þar sem 18 nemendur frá níu skólum tóku þátt. Keppnin var í þremur hlutum en í fyrsta hluta lásu nemendurnir kafla úr bókinni Draumur eftir Hjalta Halldórsson. Í öðrum hluta lásu þau ljóð eftir ýmsa höfunda og í þriðja hluta lásu þau ljóð að eigin vali. Fjögurra manna dómnefnd dæmdi og tóku tillit til fjölmargra þátta, m.a. framkomu, upplestur, túlkun, tengsl við hlustendur og fl. Fulltrúar Öldutúnsskóla í keppninni voru þau Hilmir Sveinsson og Valdís Silja Daðadóttir, varamaður var Andri Marinó Kjartansson. Okkar kona, Valdís Silja Daðadóttir hlaut 2. sætið og óskum við henni hjartanlega til hamingju. Deila Tísta