Nemendur hafa nýtt góða veðrið, svona áður en gulu viðvararnir streyma inn, í allskonar útivist.

Krakkarnir í 4. j hjóluðu t.d. að Kaldárseli við Helgafell. Ætluðu að borða nesti þar, en skyndilega varð kalt og bálhvasst svo það var brunað heim. 4. k hjólaði að Hvaleyrarvatni og gengu svo uppá Stórhöfða og virtu fyrir sér fjöllin í nágrenninu. 6. bekkur eyddi degi við Hvaleyrarvatn og höfðu gaman saman.  Þau fóru líka í fjöruferð í tilefni af Degi náttúrunnar og af því að þang og þari voru viðfangsefnið í náttúrufræði.