Útskrift nemenda í 10. bekk

Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram við hátíðlega athöfn í sal Flensborgarskólans fimmtudaginn 6. júní. 56 nemendur útskrifuðust að þessu sinni. Frábær hópur sem setti svo sannarlega svip sinn á skólastarfið síðustu 10 ár.

Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram við hátíðlega athöfn í sal Flensborgarskólans fimmtudaginn 6. júní. 56 nemendur útskrifuðust að þessu sinni. Frábær hópur sem setti svo sannarlega svip sinn á skólastarfið síðustu 10 ár.

Á athöfninni voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur og skólasókn, kórinn okkar söng nokkur lög, nokkrir útskriftarnemendur spiluðu á hljóðfæri og fulltrúar þeirra voru með kveðjuræðu til skólans, samnemenda og starfsfólks.

Að lokinni hátíðlegri og skemmtilegri athöfn var útskriftarnemendum og gestum þeirra boðið til kaffisamsætis í Öldutúnsskóla.

Við þökkum útskriftarnemendum kærlega fyrir samstarfið og samfylgdina síðustu ár og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.