Nemendur mættu prúðbúnir á jólaskemmtanir. Nemendur í mið- og unglingadeild mættu á sínar jólaskemmtanir seinnipartinn fimmtudaginn 19. Desember. Nemendur á yngsta stigi mættu á sína jólaskemmtun föstudaginn 20. desember. Hugguleg jólastund, dansað í kringum jólatréð, diskó og skemmtiatriði var meðal þess sem var á dagskrá. Að loknum jólaskemmtunum eru nemendur komnir í jólafrí. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir. Nemendur mæta aftur í skólann skv. stundaskrá föstudaginn 3. janúar.