Vika6 var í seinustu viku og tók Öldutúnsskóli þátt í henni. Vika6 er kynheilbrigðisvika þar sem grunnskólar og félagsmiðstöðvar eru hvattar til þess að bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Þetta árið var þemað líkaminn og kynfærin en unglingar velja þemað á hverju ári með kosningu. Nemendur í Öldutúnsskóla unnu fjölbreytt verkefni. Má þar nefna kjól sem búin var til úr dömubindum, spilastokka, samstæðuspil, líkan af kynfærum, kynfæri úr leir og margt fleira. Allir árgangar bjuggu til veggspjöld sem þau löbbuðu með um skólann á föstudeginum. Virkilega vel heppnuð og skemmtileg vika í skólanum.