Þessi vika hefur verið tileinkuð vináttunni, en haldin er vinavika á þessum tíma ár hvert og er hún valin vegna þess að 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Lögð er sérstök áhersla á vináttu og umræðu sem tengist henni, líðan og samskiptum. Á bekkjarfundum voru þessi atriði sérstaklega rædd. Miðvikudag og fimmtudag voru haldnir svo kallaðir vinaleikar. Öllum nemendum skólans var skipt upp í 40 aldursblandaða hópa, þar sem yngri og eldri nemendur vinna saman. Hóparnir fóru þessa tvo daga á 40 mismunandi stöðvar og voru í 10 mínútur á hverri stöð. Verkefnin voru mjög fjölbreytt. Nemendur fóru m.a. í hugleiðsla, krakkakviss, stoppdans, samvinnuþrautir, Boccia, Blooket og margt, margt fleira. Vinavikunni lauk með söngstund og samstarfi vinaáranga; en þá voru sem dæmi nemendur í 1. og 6. bekk, 2. og 7. bekk að vinna að verkefnum saman. Voru mörg áhugaverð vinaverkefni unnin. Vinaleikarnir gengu afskaplega vel þar sem samkennd og vinátta var við völd.