Vinavika (4. – 8. nóvember)

Í næstu viku er vinavika í Öldutúnsskóla og verður lögð sérstök áhersla á jákvæð samskipti með fjölbreyttum hætti, m.a. með fjölgun bekkjarfunda, vinabekkjasamveru, vinaleikum og samsöng.

Í næstu viku er vinavika í Öldutúnsskóla og verður lögð sérstök áhersla á jákvæð samskipti með fjölbreyttum hætti, m.a. með fjölgun bekkjarfunda, vinabekkjasamveru, vinaleikum og samsöng.
Mánudag og þriðjudag eru skóladagar samkvæmt stundatöflu, með vinalegu yfirbragði.
Miðvikudag og fimmtudag (6. og 7. nóvember) eru ,,vinaleikar“, en þá fara nemendur í hópum á milli stöðva að vinna ýmis verkefni.
  • Fyrirliðar er nemendur í 10. bekk og hluti af nemendum í 9. bekk. Þeirra hlutverk er að passa upp á sína hópa.
  • Nemendur koma með nesti í litlum bakpokum, þurfa ekki skólatösku. Þeir sem eru í ávaxtaáskrift fá ávöxt.
  •  Hádegismatur verður í léttari kantinum.
  • Skóla lýkur 13:10  en Selið er opið eins og venjulega.
Föstudag (8. nóvember) er uppbrotsdagur og lýkur skóla þá kl. 11:30. Selið verður opið fyrir þá nemendur sem er skráðir.
Athugið að nemendur í unglingadeild mæta í skólann kl. 8:10 miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
Föstudaginn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti og þá hvetjum við alla til að klæðast einhverju grænu.