Í ár var lestrarsprettur skólans tileinkaður Vitanum okkar í Hafnarfirði og þar með tengdist það þemadögunum okkar þar sem þemað var bærinn okkar Hafnarfjörður.

Í ár var lestrarsprettur skólans tileinkaður Vitanum okkar í Hafnarfirði og þar með tengdist það þemadögunum okkar þar sem þemað var bærinn okkar Hafnarfjörður.  Fyrir hverjar 30 mínútur af lestri fengu nemendur „spýtu“ í vitana og markmiðið var að fylla vitana af spýtum fyrir lok sprettsins.  Það tókst og síðasta daginn fyrir páskafrí fengu nemendur lítið páskaegg fyrir góðan árangur.